top of page
Image by Pawel Czerwinski

MORÐ
​GÁTA

hópefli fyrir matarboðið / veisluna / vinnustaðinn

LEIKIR

Vinsælast, 12-35 manns

Disco 1970

Vinsælast, 12-50 manns

80's

Klassískt, 12-16 manns

Ítalía 1950

Væntanlegt, 12-25 manns, Konur

Sauma
klúbburinn

Væntanlegt, 12-50 manns

Villta Vestrið

Í vinnslu, 8-12 manns

Matarboðið

FESTIVAL INFO

ALGENGAR SPURNINGAR

Hvað er morðgáta?

Morðgáta er skemmtilegur samkvæmisleikur sem fær fólk til að fara aðeins út fyrir þægindarammann með skemmtilegum áskorunum og á sama tíma að ráða morðgátu með vísbendingum sem finna má hjá öðrum þáttakendum í leiknum.

Hverjir geta tekið þátt?

Allir fullorðnir einstaklingar, en morðgáta er ekki fyrir börn.

Hvað geta margir tekið þátt?

10-30 manns og allt þar á milli.

Hvar fer maður í morðgátu?

Við komum með morðgátuna til ykkar, heimahús, vinnustaði og samkomusali. Eða í raun bara þangað sem þú vilt að við komum.

Þarf að vera í sérstökum fatnaði?

Það er að sjálfsögðu skemmtilegra ef allir eru "all in" bæði í fatnaði og aukahlutum.

Hvernig gengur leikurinn fyrir sig?

Þú færð úthlutaða persónu nokkrum dögum fyrir settan dag í tölvupósti.

Þar færðu upplýsingar um hvernig þín persóna hagar sér og klæðir sig og þú vinnur svo með það hversu langt þú ætlar þér að fara í þinn karakter. Þú mætir svo í karakter í morðgátuna og sögumenn (við) leiða leikinn.

Hvað tekur morðgáta langan tíma?

Morðgátan sjálf tekur 2-3 klst fer eftir fjölda og stemningu.

Er einhver drepinn i morðgátu?

Já það er framið morð og morðinginn er meðal þátttakenda. 

Hvað þarf til að halda morðgátu?

Húsnæði, skemmtilegt fólk, veitingar og við mætum með rest.

Hvernig veitingar þarf í morðgátu?

Þar er engin regla, hægt er að bjóða í sitjandi matarboð, fingramat og/eða aðra smárétti.

Verð

frá 3500 kr,- á mann

ræðst eftir fjölda sem taka þátt

SMÁ UM OKKUR

Margrét Beinteins Einarsdóttir er gift , á 3 börn og einn hund og bý í Hafnafirðinum. Ég er lærður tækniteiknari og fyrrverandi flugfreyja. Finnst fátt skemmtilegra en að halda veislur og matarboð og þá sérstaklega brjóta upp hefðina með nýjum leiðum eins og morðgáta.

 

Erla Hanna Hannesdóttir er gift 4 drengja móðir í Kópavoginum. Mitt helsta áhugamál er að “hafa gaman” á öllum sviðum. Ég hef gaman að því að ferðast, spila golf, hitta vini og ættingja og horfa á handbolta, svo eitthvað sé nefnt. Ég starfa sem bókari og er einnig formaður Barna-og unglingaráðs HK í handbolta.

Follow us on Instagram

FRÁ FYRRI VIÐBURÐUM

UMMÆLI

Ég skemmti mér konunglega allan tímann!

- Valgerður Hannesdóttir

Þetta var öðruvísi skemmtun en maður er vanur, mæli með!

- Ásgeir Valur Einarsson

Mér fannst sjúklega gaman!

- Róbert Rafn Guðnason

SAVE YOUR SPOT

APEX
INDIE FESTIVAL

SEP 2-3 , 2035 

LEIKIR

Vinsælast, 12-35 manns



Sögusviðið er discó tímabilið og árið er 1970.

Morð er framið á skemmtistaðnum Klúbburinn í Borgartúninu í Reykjavík. Danskeppni í anda “Saturday night fever” kvikmyndarinnar þar sem John Travolta var í fararbroddi eða eins og það kallast “dance off” á að fara fram þetta kvöld og leikmenn eiga vera þátttakendur keppninnar en svo gerist hið óvænta.

Hrikalega skemmtileg flækja þar sem morð, öfund og viðskiptasvindl blandast við gleði og geggjaða tónlist.

Disco 1970

Vinsælast, 12-50 manns

Sögusviðið er 80's tímabilið.

Morð er framið á skemmtistaðnum Hollywood í Reykjavík. Söngvakeppnin Látúnsbarkinn á að fara fram þetta kvöld og leikmenn eiga vera þátttakendur keppninnar en svo gerist hið óvænta.

Hrikalega skemmtileg flækja þar sem morð, öfund og viðskiptasvindl blandast við gleði og geggjaða tónlist.

80's

Klassískt, 12-16 manns

Sögusviðið er Lake Como árið 1950
Morð er framið á Óðalsetrinu Bellagio við Lake Como á Ítalíu.
Öflugustu og ríkustu fjárhættuspilarar koma saman í hinu árlega spilakvöldi þar sem miklir peningar eru undir.
Skemmtileg flækja þar sem morð, peningar og svik blandast við glamúr og elegans.
Tilvalið kvöld fyrir þá sem vilja klæða sig upp í anda Audrey Hepburn og Humprhrey Bogart ásamt því að leysa morðgátu.

Ítalía 1950

Væntanlegt, 12-25 manns, Konur

Sögusviðið er Saumaklúbburinn og árið er 2025.

Nokkrar skemmtilegar konur eru saman í saumaklúbb. En það ríkir ekki endilega samstaða og góður vinskapur. Allt getur gerst. Hver er sannur vinur þegar á reynir.

Sauma
klúbburinn

Væntanlegt, 12-50 manns

Sögusviðið er Vilta Vestrið.

Morð er framið á Kúrekabarnum, í Red Rock Arizona. Þar sem hin árlega línudanskeppni fer fram.
Leikmenn eru þátttakendur í keppninni en svo gerist hið óvænta.

Hrikalega skemmtileg flækja þar sem morð, öfund og viðskiptasvindl blandast við gleði og geggjaða tónlist.

Villta Vestrið

Í vinnslu, 8-12 manns



Matarboðið

FRÁ FYRRI VIÐBURÐUM

bottom of page